top of page

Skilgreiningar og fánar

Undir Hinsegin og Kynsegin regnhlífinni eru mörg hugtök og skýringar fyrir þá sem vilja víkka skilning sinn. Hinsvegar er það til hvers og eins komið að ákveða að skilgreina sig sem eitthvað og enginn skilda að skilgreina sig. Allir mega vera eins og þeir eru og með eða án skilgreiningu.

​

Hér fyrir neðan eru skilgreiningar frá frábæru síðunni Hinsegin Ö til A 

Love is Love
download (5).jfif

Kynhneigð

Kyntjáning segir til um hvernig fólk tjáir kynvitund sína dagsdaglega, til að mynda með klæðavali og líkamstjáningu. Kyntjáning er hluti af lífi allra; sumir tjá kyn sitt á óhefðbundinn hátt, eru kannski með skegg og á háum hælum, á meðan kyntjáning annarra fellur betur að norminu.

Kynvitundun

Kynvitund segir til um hvernig fólk vill lifa og vera í sínu kyni. Kynvitund vísar ekki til kynfæra, líffræði eða útlits heldur upplifunar fólks af eigin kyni. Allir hafa kynvitund því allir upplifa kyn sitt á einhvern hátt.

Fæstir þurfa nokkru sinni að hugsa út í kynvitund sína því hún samræmist því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. Flestir eru sem sagt sískynja og hafa aldrei þurft að efast um að það kyn sem ljósmóðirin tilkynnti þegar þeir fæddust sé þeirra rétta kyn. Aðrir efast eða eru fullvissir um að það kyn sem ljósmóðirin gaf upp sé ekki þeirra rétta kyn og eru því trans.

Kynvitund getur verið margs konar. Sumt fólk upplifir sig sem karla, aðrir sem konur og sumir upplifa sig sem blöndu af hvoru tveggja og eru þá kynsegin. Enn aðrir upplifa sig hvorki sem konu né karl. Sumir fara í aðgerðir eða taka inn hormóna til að breyta líkama sínum og útliti og samræma það þannig við kynvitund sína. Það er kallað að fara í kynleiðréttingu. Sumir vilja ekki fara í slíkar aðgerðir.

ckfpsassi04kf0nn0df4r8qgu-genderbread-he

Kyntjáning

Kyntjáning segir til um hvernig fólk tjáir kynvitund sína dagsdaglega, til að mynda með klæðavali og líkamstjáningu. Kyntjáning er hluti af lífi allra; sumir tjá kyn sitt á óhefðbundinn hátt, eru kannski með skegg og á háum hælum, á meðan kyntjáning annarra fellur betur að norminu.

Skilgreiningar: Programs

Hinsegin-og Kynsegin skilgreiningar

Mynd1.png

Tvíkynhneigð

Tvíkynhneigðir einstaklingar laðast að fólki að sínu skilgreinda kyni og fólki af öðrum kynjum á kynferðislegan, 
rómatískan og/eða andlegan hátt. Þessu er oft ruglað saman við pankynhneigð

Trans

Yfirheiti yfir þá einstaklinga sem eru ekki ciskynja, -það er einstaklingur með kynvitund sem samræmist ekki líffræðilegu kyni við fæðingu.  Trans fólk hefur kost á því að leiðrétta kyn sitt með aðstoð læknisfræði, til þess að það samræmist kynvitund einstaklingsins. Orðið "kynáttunarvandi" er aðallega í notkun innan heilbrigðiskerfisins.

Mynd2.png
Mynd3.gif

Samkynhneigður

Samkynhneigðir einstaklingar eru þeir einstaklingar sem að laðast að fólki sem er af sínu eigin kyni á kynferðislegan, rómatískan og/eða andlegan hátt

Pankynhneigður

Einstaklingur sem laðast á kynferðislegan, rómantískan, líkamlegan og/eða rómantískan hátt að fólki óháð kyngervi og kynvitund þeirra.

Mynd4.png
Mynd6.png

Eikynhneigð

Hugtakið vísar til þess að laðast aldrei eða nær aldrei kynferðislega að öðru fólki. Sumt eikynhneigt fólk hefur kynhvöt en hefur ekki áhuga á að fullnægja henni með öðru fólki. Annað eikynhneigt fólk hefur litla eða enga kynhvöt. Sumt eikynhneigt fólk hefur eingöngu áhuga á rómantískum samböndum og/eða ókynferðislegri snertingu (til dæmis faðmlögum og kúri) með öðru fólki. Fólk sem hefur ekki áhuga á rómantískum samböndum telst eirómantískt.

Intersex

Einstaklingur er líkamlega einhvers staðar á kynskalanum milli tveggja póla; karlkyns og kvenkyns.  Einstaklingurinn getur verið með líkamleg einkenni, svo sem kynfæri beggja kynja, kynfæri sem brjóta í bága við önnur kyneinkenni einstaklingsins, óræð kynfæri, hormónaröskun eða óræð innri líffæri.

Mynd7.png
Mynd8.png

Kynfrjáls/Genderqueer

Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins (og er því einnig trans). Sumt kynsegin fólk er t.d. karlkyns og kvenkyns, annað hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt. Kynsegin er því í raun regnhlífarhugtak undir regnhlífarhugtakinu trans.

Athugið að hér er ekki verið að vísa til líffræðilegra kyneinkenna fólks heldur kynvitundar, þ.e.a.s. upplifunar fólks af kyni sínu

Ciskynja/sískynja (cisgender)

Þegar kynvitund og kyntjáning einstaklings samræmist lífræðilegu kyni einstaklingsins t.d. kona sem fædd er kvenkyns og er með kvenlega kyntjáningu.

Mynd9.jpg
Mynd12.png

Kynsegin/frjálskynja (e. non-binary)

Regnhlífarhugtak fyrir kynvitundir sem falla utan einungis karl- eða kvenkyns.  Felur meðal annars í sér vífguma/dulkynja, tvígerva, flæðigerva og algerva, en getur einnig staðið sem kynvitund eitt og sér og þýðir þá kynvitund sem fellur utan kynjatvíhyggjunnar.  Stundum notað eitt og sér vegna þess hve opið hugtakið er fyrir persónulega túlkun hvers og eins.

Drag

Dragdrottning
Einstaklingur sem stígur á stokk í ýktu kvengervi, yfirleitt á leiksýningu eða gjörningi.  

Draggkóngur
Einstaklingur sem stígur á stokk í ýktu karlgervi, yfirleitt á leiksýningu eða gjörningi.  

Þessu er stundum ruglast saman við trans en þetta tengist á engan veg kynvitund eða kyntjáningu einstaklingsins.

Mynd10.jpg
Mynd11.png

Flæðigerva/genderfluid

Kynvitund sem breytist eða er fljótandi.  Getur breyst reglulega eða óreglulega og eftir mismunandi þáttum, t.d. umhverfi, líðan, félagsskap o.s.frv.

Pangerva (e. pangender)

Kynvitund sem breytist eða er fljótandi.  Getur breyst reglulega eða óreglulega og eftir mismunandi þáttum, t.d. umhverfi, líðan, félagsskap o.s.frv.

Mynd13.png
Mynd14.png

Lesbíur (e. lesbian)

Lesbíur eru einstaklingar sem skilgreina sig sem kvenkyns og laðast að öðrum einstaklingum sem skilgreina sig sem kvenkyns.

Skilgreiningar: What We Do
bottom of page