Lög og Reglur
1. gr.
Félagið heitir Hinsegin Austurland.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að vera stuðnings- og fræðslusamtök fyrir hinsegin fólk á Austurlandi, þar á meðal samkynhneigða, tvíkynhneigða, transfólk, intersex og aðra sem skilgreina sig sem hinsegin, auk aðstandenda þeirra og velunnara.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að halda reglulega fundi og viðburði. Auk þess mun félagið standa fyrir fræðslu og viðburðum um hinsegin málefni á Austurlandi.
4. gr.
Öllum einstaklingum er frjálst að sækja um aðild um félaginu.
5. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsfólk getur tekið þátt í aðalfundi með málfrelsi, atkvæðis- og tillögurétt. Stjórn getur boðið gestum að taka þátt í aðalfundi með málfrelsi.
6. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1.ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála á aðalfundi. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Samþykktbreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar
7. Önnur mál
7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5 fulltrúum kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 5 fulltrúa til vara. Í stjórn skulu sitja formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur og skiptir stjórnin sjálf með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Stjórn fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
8. gr.
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi og skulu þau innheimt árlega. Að öðru leyti mun félagið reka sig fyrir styrktarfé frá sveitarfélögum, einstaklingum og fyrirtækjum.
9. gr.
Hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í þágu þess, til fræðslustarfsemi, viðburðahalds og til að standa straum af öðrum kostnaði sem til fellur við rekstur félagsins.
10. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna þá eignir þess til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi og eru í samræmi við markmið félagsins.
Samþykktir þessar voru staðfestar á stofnfundi Hinsegin Austurlands á Egilsstöðum þann 28. desember 2019