top of page
Forsíða: Welcome
Pride Flag

Um okkur

Hinsegin Austurland er sjálfstætt starfandi félag sem stofnað var 28. desember 2019.
Tilgangur félagsins er að vera stuðnings- og fræðslusamtök fyrir hinsegin fólk á Austurlandi, þar á meðal samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, transfólks, intersex og önnur sem skilgreina sig hinsegin, auk aðstandenda þeirra og velunnara. Hinsegin Austurland vill geta boðið upp á fræðslu, ráðgjöf og viðburði sem lúta að hinsegin málefnum og styðja við menningu hinsegin fólks á Austurlandi. Félagið vill vera sýnilegt og til staðar fyrir unga sem aldna sem telja sig þurfa á félaginu að halda. Hinsegin Austurland er með hagsmunaaðild að Samtökunum ´78 og er tengiliður við samtökin um öll þau málefni sem óskað er eftir. Formaður Hinsegin Austurlands situr einning í trúnaðarráði Samtakanna ´78. Öllum er velkomið að að ganga í félagið og félagsfólk hefur kosninga- og framboðsrétt til stjórnar.

Forsíða: Who We Are
fr_20150808_020105_1.jpg

Hinsegin Austurland

Félag hinsegin fólks á Austurlandi, fjölskyldna þeirra og velunnara

Forsíða: Quote

Hafðu samband

Hafðu samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt skrá þig í félagið okkar.

Pride Flag
Forsíða: Contact
bottom of page